Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur veitt fiskeldisfyrirtækinu Háafell ehf., Hnífsdal,starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi í innanverðu Ísafjarðardjúpi. Leyfið veitir heimild til að framleiða allt að 6.800 tonn af regnbogasilungi og 200 tonn af þorski á ársgrundvelli. 

Tillaga að starfsleyfi fyrir fiskeldið var auglýst á tímabilinu 8. apríl til 3. júní 2016. Auk opinberrar auglýsingar á tillögunni var hún sérstaklega send til umsagnar hjá umsækjanda, og hagsmunaaðilum.

Umhverfisstofnun bárust tvær athugasemdir við auglýsingu tillögu starfsleyfisins frá Óttari Yngvasyni og NASF.

Upplýsingar um meðferð athugasemda eru í greinargerð sem fylgir fréttinni.

Nýja starfsleyfið tók gildi 25.október sl. og gildir til 25. október 2033.

Tengd skjöl

Starfsleyfistillaga í auglýsingu: