Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun fór í eftirlit með þremur vöruflokkum sæfivara árið 2015, nánar tiltekið nagdýraeitri, skordýraeitri og fæli- og löðunarefnum. Áhersla var lögð á að kanna hvort vörurnar hefðu markaðsleyfi og hvort öryggisblöð fyrir vörurnar væru aðgengileg, uppfærð, staðfærð og á íslensku. Þá voru merkingar varanna einnig skoðaðar.

Farið var til fyrirtækja sem talin eru ná um og yfir 90% af markaðshlutdeild á markaðssetningu þessara vara hér á landi.   Alls voru skoðaðar 100 vörur en í ljós kom að 15 vörur féllu ekki undir skilgreiningu á ofangreindum vöruflokkum.  53 frávik voru skráð og af þeim var algengast að uppfæra þurfti öryggisblöð.  Merkingum á nokkrum vörum var ábótavant.  Fjórar vörur voru ekki með markaðsleyfi og voru fjarlægðar af markaði.  

Ítarlegri upplýsingar um þessi eftirlitsverkefni er að finna í eftirfarandi eftirlitsskýrslum.