Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun óskar eftir athugasemdum um tillögu að umhverfisvöktunaráætlun fyrir kísilmálmverksmiðju Sameinaðs Sílikons hf. í Helguvík. Í starfsleyfi Sameinaðs Sílikons hf. er kveðið á um að rekstraraðili skuli standa fyrir eða taka þátt í vöktun á helstu umhverfisþáttum í nágrenni verksmiðjunnar í samræmi við losun fyrirtækisins í þeim tilgangi að meta það álag á umhverfið sem starsemin veldur. Tillagan að vöktunaráætluninni snýr að starfsemi Sameinaðs Sílikons hf. eingöngu. Tvö önnur fyrirtæki með starfsleyfi útgefnu af Umhverfisstofnun, Sorpeyðingastöð Suðurnesja og Norðurál á Grundartanga, hafa einnig ákvæði um umhverfisvöktun í starfsleyfum sínum og einnig er slíkt ákvæði í tillögu að starfsleyfi Thorsil ehf. sem nú er í auglýsingu. Þegar umhverfisvöktun vegna þeirra fyrirtækja hefst mun Umhverfisstofnun sjá til þess að upplýsingum um fyrirkomulag og niðurstöðum umhverfisvöktunar verði miðlað til almennings á heildstæðan og skýrmerkilegan hátt.

Meðfylgjandi er greinagerð til útskýringar fyrirkomulagi umhverfisvöktunaráætlunarinnar ásamt tillögu að vöktunaráætluninni.

Athugasemdafrestur rennur út 13. Janúar 2017.