Stök frétt

Fimmtudaginn 24. Nóvember stóðu Umhverfisstofnun og umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar fyrir málþingi undir forskriftinni Umbúðir, hvenær nauðsyn – hvenær sóun?. Málþingið var haldið í tilefni Nýtniviku Evrópu sem var nú í lok nóvember. Fjölmargir fyrirlesarar stigu á stokk, fluttu erindi og í kjölfarið sköpuðust skemmtilegar og líflegar umræður. Það sem helst var rætt á málþinginu var umbúðanotkun, hvernig draga megi úr þeim og nýta þær umhverfisvænu lausnir sem fást á markaði. Hinar ýmsu umhverfisvænu umbúðir voru til sýnis frá nokkrum framleiðendum sem og að nokkur nýsköpunarverkefni í þessum efnum voru kynnt.

Fyrirlesarar jafnt sem áhorfendur höfðu orð á því að viðburðir á borð við þennan ættu að vera oftar þar sem hagsmunaaðilar gætu hist, rætt málin og kynnt málið frá sinni hlið. Málþing líkt og þetta væri kjörin vettvangur til að heyra í sem flestum, fara á hugarflug og læra hvort af öðru.

Frekari upplýsingar um málþingið og fyrirlestra málþingsins má nálgast hér.