Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Nú eru eftirlitsmenn Umhverfisstofnunar að klára síðustu eftirlit ársins enda er eftirlitsárið senn á enda. Árið hefur gengið vel og hefur verið farið í alls 140 eftirlit það sem af er ári.  79 eftirlit hafa verið án frávika og fá þeir rekstraraðilar merki inn á heimasíðu sína „ Frávikalaust fyrirtæki 2016“. Eftirfylgni með þeim frávikum sem hafa komið upp er í fullum gangi og verður því fylgt eftir á nýju ári. Er eftirlitsteymið vel innan málshraðaviðmiða stofnunarinnar eða að meðaltali 30 dagar á hverja eftirlitsskýrslu, en viðmiðið eru 45 dagar.

Eftirlitsmenn Umhverfisstofnunar hlakka til að takast á við ný og spennandi verkefni á komandi ári og óska öllum rekstraraðilum góðs gengis á nýju ári.