Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Í lok nóvember fóru tveir eftirlitsmenn Umhverfisstofnunar í námsferð til Svíþjóðar til að kynna sér eftirlit á Sænskum urðunar- og flokkunarstöðum. Fundað var með Sænsku umhverfisstofnuninni (Naturvårdsverket) þar sem farið vr yfir verklag við eftirlit, starfsleyfisgerð og allmennt um starf stofnunarinnar. Einnig var haldin kynning á íslensku eftirliti, starfsleyfisgerð og aðstæðum íslenskra fyrirtækja hvað varðar mengunarvarnir og eftirlit. Því næst var farið í eftirlitsferð með Länsstyrelsen í Stokkhólmi en þeir sjá um eftirlit með stærri fyrirtækjum. Farið var í móttöku- og flokkunarstaðinn Hagby, sem er í Täby, um 40 mín akstur frá miðbæ Stokkhólms.

Niðurstaða ferðarinnar var sú að eftirlitsmenn Umhverfisstofnunar hafi lært mjög mikið á þessari heimsókn. Sjá má að eftirlitin eru framkvæmd með álíka hætti á Íslandi og í Svíþjóð og ekki margt sem er mjög ólíkt, nema þá helst hvað varðar eftirlitsaðilana, þ.e. undir hvaða stofnun hvert eftirlit heyrir Eftirlit UST er vandað og erum við ekki eftirbátar sænks eftirlits hvað varðar gæði eftirlits. Hins vegar komum við heim með hugmyndir um hvernig hægt er að gera okkar eftirlit enn betra.