Stök frétt

Þann 21. desember s.l. stöðvaði Umhverfisstofnun tímabundið starfsemi Hringrásar hf. á Reyðarfirði, í samræmi við 5. mgr. 66. gr. laga nr. 55/2003, um meðhöndlun úrgangs, þar sem enginn starfsmaður sinnti móttöku spilliefna í starfsstöðinni.

Umhverfisstofnun mat það svo að alvarleg hætta gæti skapast vegna þessa. Rekstraraðili vinnur nú að úrbótum og verður stöðin opnuð aftur þegar Umhverfisstofnun telur að bætt hafi verið úr.