Stök frétt

Vaxandi fjöldi erlendra ferðamanna til landsins verður til þess að uppfæra þarf ýmsar viðbragðsáætlanir vegna hugsanlegra náttúruhamfara. Þá er ekki síst litið til Kötlu þótt erfitt sé að spá fyrir um hvenær Katla gýs. Sprenging hefur orðið í umferð ferðamanna um Suðurland síðari ár. Ef Katla gysi á þessu ári gæti þurft að koma þúsundum ferðamanna burt af hættusvæðum en ekki þarf að fara mörg ár aftur í tímann til að finna viðbragðsáætlanir sem gerðu ráð fyrir rýmingu tiltölulega fámenns hóps íbúa og að erlendir ferðamenn heimsóttu Suðurland aðeins á sumrin.

Á fundi upplýsingafulltrúa, fjölmiðlateymis og Almannavarna í dag kom fram að það eru einkum flóð og öskufall sem gætu valdið skaða ef Katla gýs. Erfitt væri þó að spá fyrir um afleiðingar eldgossins, enda  99 ár síðan Katla gaus síðast,

Umhverfisstofnun á fulltrúa í undirbúningshópnum og býr yfir fjölda sérfræðinga sem miðla upplýsingum ef hætta skapast og gæta öryggis.