Stök frétt

Umhverfisstofnun Evrópu birti í gær skýrslu þar sem segir frá aðgerðum og úrræðum sem 11 evrópskar borgir hafa gripið til vegna hnattrænnar hlýnunar og loftslagsbreytinga. Ein borganna er Kaupmannahöfn.

Ræddar eru áskoranir sem mæta ólíkum sveitarfélögum eftir hnattstöðu. Í skýrslunni er meðal annars fjallað um hvernig borgir geta ýtt undir verkefni sem stuðla að fleiri grænum húsþökum. Þá sé mikilvægt að fjölga grænum svæðum og stækka þau sem fyrir eru til mótvægis við loftslagsbreytingar og öfgafull veðurskilyrði þeim samfara.