Stök frétt

Í gær fór fram fundur á Akureyri þar sem Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, ræddi frárennslismál í Mývatnssveit, við sveitarstjóra Skútustaðahrepps, Þorstein Gunnarsson, og Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúa hjá Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra.

Frárennslismál í Mývatnssveit og skörun þeirra við viðkvæmt lífríki hafa verið til umræðu undanfarið.

Á fundinum var farið yfir ábyrgðarhlutverk hvers og eins. Kom fram að heilbrigðiseftirlitið hefur sett fram áætlun um úrbætur. Umhverfisstofnun bauð fram aðstoð sína við þá vinnu og var mál allra hlutaðeigandi að fundurinn hefði verið afar gagnlegur.