Stök frétt

 Notkunartími einnota plastumbúða eða vara er almennt mjög stuttur, jafnvel stundum aðeins nokkrar mínútur.

Á bakvið hverja vöru eru neikvæð umhverfisáhrif, til dæmis vegna framleiðslu, flutninga, sölu og úrgangs sem myndast. Þegar við notum einnota vörur margföldum við þessi áhrif.

Auk neikvæðra umhverfisáhrifa þá greiðum við fyrir einnota hluti sem við síðan hendum í ruslið. Skilaboð Umhverfisstofnunar eru: Notum frekar margnota poka úti í búð, höfum með okkur ferðamál fyrir kaffið og verum óhrædd við að afþakka óþarfa vörur sem okkur eru stundum afhentar.

Sjá mynd sem fylgir fréttinni.