Stök frétt

Samkvæmt tillögum stjórnar Framkvæmdasjóðs ferðamanna fær Umhverfisstofnun styrki frá atvinnuvegaráðuneytinu til nokkurra þýðingarmikilla verkefna í sumar. Flest miða að aukinni náttúruvernd og betra öryggi gesta.

22 milljónir verða veittar Umhverfisstofnun vegna bílastæðis við Hraunfossa/Barnafossa á Vesturlandi. Núverandi bílastæði ber ekki þunga umferðar.

8 milljónir verða veittar til endurnýjunar göngustígs frá Gullfosskaffi niður að hringtorgi. Stígurinn verður breikkaður og gerður fær fyrir snjóruðningstæki.

30 milljónir verða veittar til Umhverfisstofnunar vegna framhalds framkvæmda við stíga og útsýnispalla við Geysi í öryggis- og náttúruverndarskyni.

Umhverfisstofnun fær 12 milljónir króna í styrk til að afmarka, lagfæra og breikka göngustíg á Laugaveginum undir Brennisteinsöldu.

20 milljónir fær Umhverfisstofnun til að gera útsýnispalla við Dynjanda á Vestfjörðum. Þá eru smærri verkefni ótalin sem Umhverfisstofnun mun sjá um sem og ýmsir aðrir styrkir til annarra verkefna sem aðrir opinberir aðilar bera ábyrgð á. Má nefna viðamikið göngustígaverkefni í Dimmuborgum í Mývatnssveit á vegum Landgræðslunnar.