Stök frétt

Alþjóðlegi dagur vatnsins er haldin 22. mars ár hvert. Honum er ætlaðað varpa ljósi á mikilvægi ferskvatns og baráttuna fyrir sjálfbærri nýtingu ferskvatnsauðlindarinnar.

Tillaga að slíkum degi kom fram árið 1992 á vegum ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfi og þróun. Allsherjarráð Sameinuðu þjóðanna ákvað í kjölfarið útnefna 22. mars sem dag vatnsins og frá og með 1993 hefur dagurinn verið haldinn á hverju ári.

Sérstakt málefni er ákveðið fyrir hvert ár. Í fyrra var það „vatn og störf“ og í hitteðfyrra „vatn og sjálfbær þróun“.

Að þessu sinni er dagur vatnsins tileinkaður skólpi og hvernig megi draga úr því og auka endurnýtingu þess bæði vatnsins og seyrunnar. Þetta málefni dagsins er í samræmi við sjötta markmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun frá 2015:

„Hreint vatn og sóttvarnir (Clean water and Sanitation) – Tryggjum aðgang að vatni og sjálfbæra stjórnun vatnsmála og sóttvarnir fyrir alla“.

Um 663 milljónir manna hafa ekki aðgang að hreinu vatni nálægt heimilum sínum. Ástandið í skólpmálum í heiminum er ekki betra því yfir 80% þess skólps sem verður til er losað út í náttúruna óhreinsað. Að jafnaði er um 70% þess skólps sem verður til í hátekjulöndum hreinsað á einhvern hátt, 38% í efri-millitekjulöndum, 28% í neðri-millitekjulöndum og 8% í lágtekjulöndum.

Umhverfisstofnun vinnur nú að gerð stöðuskýrslu sem er ætlað að varpa ljósi á skólpmálin hér á landi. Hún mun byggja á upplýsingum frá 2014 sem að mestu voru fengnar frá heilbrigðisnefndunum. Skýrslan er væntanleg fljótlega og verður hún birt á vefsíðu Umhverfisstofnunar.

Á síðu dags vatnsins er að finna bækling um skólpmál sem gagnlegt er að skoða. Á degi vatnsins mun Menningarstofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) auk þess birta ástandsskýrslu um málefnið undir nafninu „Fráveituvatn: Hin vannýtta auðlind“.

Íslenska vatnafræðinefndin starfar undir merkum menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Upplýsingar um hana era ð finna hér.