Stök frétt

Ólaf­ur Örn Har­alds­son, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir að aðgangs­gjöld á Þing­völl­um hafi engin áhrif haft á fjölda ferðamanna. Þetta kemur fram í frétt á mbl.is.

Gjaldtaka, 200 krónur, hafi hafist á Þingvöllum árið 2011 á grunni sértækrar lagagreinar sem varði aðeins Þingvelli. Það hafi verið umdeilt skref og kostað „þvarg og vesen“ eins og þjóðgarðsvörður kemst að orði. Nú séu tugmilljónatekjur af klósettum, bílastæðum og Silfru.

Ef þjóðgarðurinn hefði beðið eft­ir miðstýrðu svari frá stjórn­völd­um væru Þing­vellir í rúst í dag að sögn Ólafs. Góð staða Þingvalla byggi á sjálfsaflafé.