Stök frétt

Umhverfismál eru áberandi á ársfundi Orkuveitu Reykjavíkur sem nú stendur yfir.

Í ávarpi Dags B. Eggertssonar borgarstjóra kom fram áhersla á grænar samgöngur. Borgarstjóri sagði að samtíminn stæði fyrir nýju verkefni nú með sama hætti og Íslendingar þegar þjóðin í miðri alheimsolíukreppu skipti að miklu leyti úr olíukyndningarkostnaði heimila yfir í hitaveitu.

Borgarstjóri sagði að fyrsta mál nú væri að rafvæða bílaflotann. Gera ætti Reykjavík þannig út garði að það væri ekki bara auðvelt að eiga rafbíl heldur auðveldara en að eiga önnur ökutæki.

Yfirskrift ársfundar Orkuveitu Reykjavíkur er: „Framtíðin er hafin“.