Stök frétt

„Ég gæti alveg trúað að svona þjóðgarður sé að velta inn í nærsamfélagið svona svipað og tveir til þrír skuttogarar, sem dæmi, ef við myndum vilja hafa samlíkingu,“ sagði þjóðgarðsvörður Snæfellsjökuls, Jón Björnsson, í sjónvarpsviðtali sem birt var í fréttum 365 í gærkvöld.

Þar var rætt um ávinning sem fylgir auknum umsvifum í ferðaþjónustu. Þá ekki síst mikilvægi verndar.

Bæjarstjóri Snæfellsbæjar, Kristinn Jónasson, tók undir með Jóni að þjóðgarðurinn væri mjög mikilvægur svæðinu.

Jón er í hópi þeirra starfsmanna Umhverfisstofnunar sem starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Störf tengd fræðslu og verndun fyrir ágangi ferðafólks eru áberandi og hafa vaxið með stórauknum straumi erlendra ferðamanna hingað til lands.