Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur birt inni á fyrirtækjasíðum rekstraraðila uppfærðar upplýsingar um hvaða fyrirtæki reyndust frávikalaus á árinu 2016. Um ræðir fyrirtæki sem Umhverfisstofnun hefur eftirlit með. Að starfa án þess að Umhverfisstofnun skrái frávik þýðir að rekstraraðili starfar skv. kröfum starfsleyfis og að reksturinn hafi uppfyllt þau skilyrði er fram koma í starfsleyfinu, er eftirlit fór fram.

Alls fengu 87 rekstraraðilar af þeim 133 sem lutu eftirliti í fyrra merki um frávikalausa starfsemi árið 2016. Til samanburðar fengu 74 fyrirtæki merki um frávikalausa starfsemi fyrir árið 2015. Heildarfjöldi rekstraraðila sem sættu eftirliti árið 2016 óx milli ára úr 99 árið 2015 í 133. Rekstraraðilar stóðu sig betur í fyrra en árið 2015, því meðaltal frávika var 0,88 á hverja eftirlitsferð árið 2016 en 1,15 árið áður.

Þetta er fjórða árið sem stofnunin birtir merki um frávikalaus fyrirtæki inni á vefsíðu sinni. Sjá hér.