Stök frétt

16. maí sl. var haldin æfing í varðskipinu Þór þar sem mengunarvarnarbúnaður Umhverfisstofnunar og Landhelgisgæslu Íslands var prófaður utan hafnarsvæðis í Kollafirðinum. Æfingin gekk vel.

Búnaðinum er ætlað að ná upp olíu ef mengunarslys verður en ekki var notuð olía í æfingunni.  Mengunarvarnargirðing var dregin út frá skipinu með hjálp lóðsbáts sem getur fangað olíuna og búnaður keyrður sem ætlað er að ná upp olíunni. Samgöngustofa og Olíudreifing tóku þátt í æfingunni. Olíudreifing geymir búnaðinn og hafa starfsmenn fyrirtækisins verið þjálfaðir í notkun hans.

Æfingu sem þessa skal halda a.m.k. árlega skv. reglugerð nr. 1010/2012 um viðbrögð við bráðamengun hafs og stranda.  Umhverfisstofnun ber ábyrgð á viðbrögðum við bráðamengun utan hafnarsvæða og hefur meðal annars það hlutverk að sjá um æfingar á búnaðinum. Útbúin hefur verið aðgerðaráætlun Umhverfisstofnunar, Landhelgisgæslu Íslands og Samgöngustofu um viðbrögð við bráðamengun utan hafna og notkun skipaafdrepa skv. framangreindri reglugerð.

Slóð á aðgerðaáætlunina: