Stök frétt

 

Frá og með deginum í dag, þriðjudeginum 6. júní, verður Mývatnsstofa, gestastofa Umhverfisstofnunar í Mývatnssveit, opin frá kl 8:00 til 18:00.

Í Mývatnsstofu eru allir velkomnir. Landverðir leitast við að svara spurningum sem brenna á gestum, hvort sem fólk leitar fróðleiks um náttúrufar eða þjónustu í grennd. Salernisaðstaða er einnig fyrir gesti í Mývatnsstofu.

Ef óskað er eftir móttöku fyrir hópa sendið okkur tölvupóst á myvatn@umhverfisstofnun.is eða hringið í símanúmer Mývatnsstofu, 464 4460.

Sjáumst í sumar!