Stök frétt

Umhverfisstofnun tekur þátt í Hátíð hafsins sem fer fram við hafnarbakkann í Reykjavík um helgina.

Við Sjóminjasafnið verður tjald á vegum Umhverfisstofnunar. Þar verður boðið upp á verðlaunagetraun, fræðslu um skaðsemi plasts og lausnir sem geta komið í stað þess sem og margt fleira áhugavert.

Umhverfisstofnun skorar á gesti og gangandi að líta við hjá okkur um helgina.