Stök frétt

Umhverfisstofnun samþykkti þann 12. júlí sl. breytingu á starfsleyfi Sorpurðunar Vesturlands hf., kt. 530697-2829, vegna urðunarstaðar í Fíflholtum og samsvarandi breytingu á fyrirmælum um frágang og vöktun eldri urðunarstaðar í Fíflholtum.

Breytingin felst í því að í stað þess að Norðlækur sé skilgreindur viðtaki sigvatns er nú skurður suður af urðunarstaðnum skilgreindur sem viðtaki.

Umsókn rekstraraðila um breytingu á starfsleyfi, hið breytta starfsleyfi, hin breyttu lokunarfyrirmæli og greinargerð með breytingunni má finna í viðhengi.

Umhverfisstofnun bendir á að samkvæmt 31. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir er heimilt að vísa ágreiningi um ákvarðanir yfirvalda til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011. Skal kæran borin fram við nefndina innan eins mánaðar frá því að ákvörðun þessi berst rekstraraðila í hendur skv. 1. gr. laganna.

Tengd skjöl