Stök frétt

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að nýju starfsleyfi fyrir kísilverksmiðju á Bakka í Norðurþingi. Auglýsingin fer fram á tímabilinu 20. júlí til 15. september 2017. Af þessu tilefni fer fram opinn kynningarfundur í sal Framsýnar, skrifstofu stéttarfélaganna að Garðarsbraut 26, Húsavík, fimmtudaginn 7. september næstkomandi. Fundurinn hefst kl. 16:30 og verður fjallað um starfsleyfisútgáfu Umhverfisstofnunar, eftirlit með mengandi starfsemi, umhverfisvöktun sem tengist starfseminni auk þess sem tillagan verður kynnt. Einnig verður opnað fyrir fyrirspurnir og umræður.

Auglýsta tillögu er að finna hér.

Fundurinn er öllum opinn og eru íbúar og nærsveitamenn hvattir til að mæta.

Umhverfisstofnun