Stök frétt

Hnattrænt loftslag, efnahagur og félagsleg velsæld okkar allra byggist á hreinum höfum, skrifar Hans Bruyninckx, framkvæmdastjóri hjá Umhverfisstofnun Evrópu í leiðara í nýjasta fréttablaði stofnunarinnar.

Hann getur þess að þótt framfarir hafi orðið á sumum sviðum í umhverfismálum sé ástand sjáva í Evrópu ekki sjálfbært til framtíðar. „Loftslagsbreytingar og samkeppni um náttúruauðlindir skapa aukaþrýsting á umhverfi sjávar,“ segir í leiðaranum.

Nýta verði umhverfismarkmið Evrópu og þær mælingar sem fyrir liggja til að auka framfarir með umhverfishagrænni nálgun og stuðningi við alheimsáætlun til verndar höfunum.

Ekki þarf að hafa mörg orð um að hagsmunir Íslands í sjávarlegu tilliti eru mjög miklir.

Sjá nánar hér.