Stök frétt

Ein viðamesta björgunaræfing sögunnar í Evrópu er hafin. Æfingin fer fram í Langesund og Horten í Noregi, bæði á sjó og á landi.

Ísland kemur að æfingunni og þar á meðal Umhverfisstofnun. Reynsla fulltrúa ætti að nýtast vel ef til stórslyss kemur við strendur landsins.

Sigríður Kristinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun sagði í morgun að æfingin hefði hafist í nótt með árekstri tveggja skipa sem bæði flytja mjög mengandi farm. Einn megintilgangur æfingarinnar er að samhæfa alþjóðleg viðbrögð gegn alvarlegum efnaslysum.

 

Sjá "fréttir" af æfingunni hér: http://www.kystverket.no/…/exercise-1-ship-collision-outsi…/

Mynd: Kystverket