Stök frétt

Ráðstefnan  Veiðistjórn í sátt við samfélag og náttúru - Wildlife management - Interaction of sustainable hunting and conservation, verður haldin föstudaginn 24. nóvember 2017 (kl. 13:00-17:00) á vegum Umhverfisstofnunar á Grandhótel, Reykjavík.

Leiðarljós ráðstefnunnar er veiðistjórnun í sátt við samfélagið þannig að allir geti upplifað og notið villtrar náttúru.

Kynnt verður stefnumótunarvinna við veiðistjórnun í Svíþjóð og farið yfir stjórnunaráætlanir varðandi gæsir í Evrópu, þar sem sérstaklega er horft til heiðagæsa. 

Með ráðstefnunni verður lagður umræðugrunnur fyrir vinnu við sambærilega stefnumótun hér á landi.

Ráðstefnan mun að mestu fara fram á ensku, allir eru velkomnir!

Skráning fer fram í gegnum eftirfarandi slóð:

https://goo.gl/forms/j74ci6s28xosorkh1

Vinsamlegast athugið að ekki er tekið við skráningum í gegnum síma.

DAGSKRÁ RÁÐSTEFNUNNAR er eftirfarandi:

Kl. 13:00 Setning 
Kl. 13:10 Veiðistjórn – áskoranir og tækifæri.
Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.
Kl. 13:25 Veiðistjórn – Rannsóknir og fyrirliggjandi upplýsingar til að byggja á. Kristinn H. Skarphéðinsson, sviðsstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands. 
Kl. 13:50 Strategy for Swedish wildlife management 
Maria-Hornell Willebrand, Naturvårdsverket SE 
Kl. 14:30 Follow up actions of the new Wildlife Management Strategy in Sweden. Linda Ersson, Wildlife Analysis Unit at SEPA. 
Kl. 14:55 Hlé
kl. 15:15 AEWA: Introducing adaptive goose management in Europe. 
Eva Meyer, African-Eurasian Migratory Waterbird Agreement (AEWA) 
Kl. 15:40 Managerplan in aktion for goose. Jesper Madsen, Århus Universitet DK 
kl. 16:00 Umræður
Kl. 16:45 Samantekt og ráðstefnuslit, Jón Geir Pétursson 

Ráðstefnustjóri: Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.

(Mynd með frétt: Wikipedia)