Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf. á Höfða 10, Húsavík. Lóð þessarar olíubirgðastöðvar var skert vegna jarðgangnagerðar og hefur stöðin aðeins breyst og minnkað frá því sem var. Samkvæmt umsögn Norðurþings um skipulagsmál er unnið að breytingu á deiliskipulagi. Þetta mál verður skoðað nánar þegar kemur að útgáfu starfsleyfisins og tekin afstaða til þess hvort deiliskipulag sé í gildi. Það hefur áhrif á hvort gefið verði út starfsleyfi til fjögurra eða jafnvel sextán ára.

Umhverfisstofnun hefur ekki hug á að hafa opinn kynningarfund um tillöguna en berist ósk um fund verður það endurskoðað.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendast á Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. janúar 2018.

Tengd skjöl