Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Skeljungs hf. á Eskifirði. Á þessari stöð eru tvær þrær sem gegna hlutverki lekavarnar. Mikið sig er í syðri þrónni og það þarf að laga áður heimild verður gefin til notkunar. Því er eingöngu til auglýsingar notkun á nyrðri þrónni en í starfsleyfistillögunni segir að Umhverfisstofnun geti heimilað með skriflegum hætti geymslu á allt að 2.150 m3 af olíu í syðri hlutanum (syðri þrónni) í stöðinni, þar af 1.030 m3 í stærsta geymi. Það skal þó ekki gert nema Umhverfisstofnun hafi staðfestingu þar sem sýnt sé fram á að lekavarnir uppfylli ákvæði reglugerðar nr. 884/2017 og að umhverfisáhætta sé ekki mikil á þessum stað.

Umhverfisstofnun hefur ekki hug á að hafa opinn kynningarfund um tillöguna en berist ósk um fund verður það endurskoðað.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendast á Umhverfisstofnun. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 19. janúar 2018.

Tengd skjöl