Stök frétt

Rúm tvöföldun hefur orðið milli ára í umfjöllun um Umhverfisstofnun í íslenskum fréttamiðlum. Árið 2017 voru alls birtar 2.038 fréttir þar sem nafn Umhverfisstofnunar kom fyrir eða 5,6 að jafnaði hvern dag ársins.  973 fréttir voru birtar um Umhverfisstofnun árið 2016.

Samkvæmt gögnum frá Creditinfo birtust flestar fréttir um stofnunina á Internetinu. Íslenskir netmiðlar birtu tæplega 1.200 fréttir um stofnunina árið 2017 sem er ríflega tvöföldun frá fyrra ári þegar birt var 561 frétt á sama vettvangi. Mikil aukning varð einnig milli ára í umfjöllun prentmiðla. 450 fréttir birtust á prenti í stað 280 árið 2016. Mesta hlutfallslega aukningin milli ára fyrir utan sérvefi er í ljósvakafréttum. Gerðar voru 306 sjónvarps- og útvarpsfréttir tengdar Umhverfisstofnun á árinu 2017 í stað 128 árið 2016.

Ef allar vefffréttir eru skoðaðar kemur á daginn að algengast er að Ríkisútvarpið fjalli um mál sem varða Umhverfisstofnun. Alls birti ruv.is 27% allra veffrétta sem unnar voru um stofnunina árið 2017. Mbl.is og visir.is koma næst, hvor fréttastofa með 20% hlutdeild frétta.

Morgunblaðið fjallaði fréttalega mest um Umhverfisstofnun í hópi blaða. Mogginn birti 44% allra prentaðra dagblaðafrétta um Umhverfisstofnun á árinu, Fréttablaðið 34% og Bændablaðið 10%.

Ef horft er til samanburðar við önnur fyrirtæki og stofnanir í áþekku atvinnuumhverfi situr Umhverfisstofnun í öðru sæti á fréttalistanum á eftir velferðarráðuneytinu.

Mynd: Creditinfo.