Stök frétt

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsótti nýverið starfsstöð Umhverfisstofnunar við Suðurlandsbraut í Reykjavík sem og starfsstöð Umhverfisstofnunar á Borgum á Akureyri, ásamt fleira starfsfólki úr ráðuneytinu.

Á vef stjórnarráðsins segir að hefð sé fyrir því í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu að nýr ráðherra heimsæki stofnanir sem undir ráðuneytið heyra til að kynna sér starfsemi þeirra, hitta starfsfólk og kynna sér helstu verkefni sem framundan eru hjá viðkomandi stofnun.

Á fundinum á Akureyri sýndi ráðherra m.a. þeirri virku stefnu Umhverfisstofnunar áhuga hve oft er ráðið í stöður án staðsetningar. Kom fram í heimsókninni að tækniframfarir, fjarfundabúnaður og fleiri breytingar hafi auðveldað starfsfólki samvinnu landshorna á millum.

Mynd: Umhverfis- og auðlindaráðuneytið