Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Helgina 7.-8. apríl mun Norræna húsið standa fyrir fjölbreyttri umhverfisdagskrá fyrir gesti á öllum aldri. Markmiðið er að kynna einfaldar og skemmtilegar lausnir sem stuðla að grænni heimilum.

Boðið verður upp á smiðjur, fyrirlestra, námskeið, kynningar, hönnunarsýningu og heimildarmyndir. Viðburðirnir eiga sammerkt að kynna leiðir til að nýta betur verðmæti í kringum okkur og draga úr sóun á ýmsum sviðum. „Heimili okkar – hús og garður – eru lítil vistkerfi þar sem við setjum reglurnar!“

Helstu samstarfsaðilar eru: Garðyrkjufélag Íslands, Landvernd, Listaháskóli Íslands, Matís, Sorpa, Vakandi og Umhverfisstofnun sem verður með fræðslubás um umhverfismerki og matarsóun.

Norðurlönd í fókus taka þátt í að skipuleggja og kosta umhverfishátíðina.

Sjá dagskrá hér.