Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur móttekið tilkynningu Alvotech hf. um breytingu á starfsemi, dags. 15. janúar 2018. Stofnunin hefur þann 12. apríl sl. samþykkt notkun nýrra frumulína við starfsemi í starfsstöðvum leyfishafa við Sæmundargötu í Reykjavík eins og þeim er lýst í tilkynningu leyfishafa og í gögnum sem Umhverfisstofnun hefur móttekið. Ekki er um að ræða breytingu á áhættumati né afmörkunarflokki og krefst nýting nýrra frumulína því ekki breytingar á starfsleyfi skv. gr. 1.4 starfsleyfis gefið út 16. desember 2015. Leyfishafa er hins vegar skylt að tilkynna Umhverfisstofnun um slíkar breytingar og hefur gert það á fullnægjandi hátt.

Þar sem um var að ræða minniháttar breytingu á starfsemi, með nýtingu nýrra frumulína, og enga breytingu á starfsaðstöðu rannsókna, var ekki þörf á umsöng frá Ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur né Vinnueftirlitinu. Ráðgjafanefndin var látin vita af breyttri starfsemi.

Skjöl:

Afrit af bréfi- Tilkynning um samþykkt á breyttri starfsemi Alvotech hf.