Stök frétt

Dagana 22.-24. maí 2018 fer fram leikvallanámskeið á vegum Umhverfisstofnunar þar sem farið verður yfir skoðun leikvalla, öryggi leikvallatækja og eftirlit með leikvöllum.

Kennt verður á ensku og er hámarksfjöldi þátttakenda 40.
Kennari verður David Yearley frá RoSPA í Bretlandi.

Námskeiðsgjald er 38.000 kr.
Námskeiðið er ætlað fyrir: Starfsmenn faggiltra skoðunarstofa, heilbrigðissvæða og annarra sem komað að skoðun leiksvæða í samræmi við reglugerð nr. 942/2002 um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim.

Efni námskeiðsins er:
1. Þroski barna 
2. Staðall EN 1176
3. Gagnaöflun
4. Áhættumat
5. Leikvallaskoðun og eftirlit með þeim
6. Skoðun leikvallatækja
7. Varasöm atriði á algengum leikvallatækjum
Námskeiðið verður bæði í formi fyrirlestra sem og verklegrar kennslu.

Dagskrá Leikvallanámskeiðs á vegum RoSPA UK

22. maí 2018     Fyrirlestur fyrir hádegi og verkleg kennsla eftir hádegi.
23. maí 2018     Verkleg kennsla fyrir hádegi og fyrirlestur eftir hádegi.
24. maí 2018     Fyrirlestur.

Frekari upplýsingar veitir Gunnar Alexander Ólafsson, gunnar.alexander@ust.is
Umhverfisstofnun, sími 591-2000, ust@ust.is