Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

„Þú get­ur kannski svindlað þér í gegn­um ákveðinn hluta en hvar end­arðu í lok­in? Þú end­ar í gjaldþroti og stór­kost­legu tapi fyr­ir verk­smiðjuna, tapi fyr­ir bær­inn og sári fyr­ir íbú­ana.“

Þetta sagði Krist­ín Linda Árna­dótt­ir, for­stjóri Um­hverf­is­stofn­un­ar, í Kast­ljósþætti gærkvöldsins. Umræðuefnið var stjórn­sýslu­út­tekt Rík­is­end­ur­skoðunar vegna starf­semi United Silicon.

Forstjóri Umhverfisstofnunar sagði annríki Um­hverf­is­stofn­un­ar í eftirliti með starf­semi United Silicon hafa verið án fordæma og hafi starfsmenn lagt nótt við dag til að leysa úr þeirri stöðu sem kom upp eftir ítrekuð frávik og ramma lyktarmengun vegna starfseminnar. Um1.600 at­huga­semd­ir bárust vegna verksmiðjunn­ar og var öllum svarað. Er þá allra annarra verkefna ógetið. „Við vor­um vak­andi og sof­andi yfir þessu,“ sagði Kristín Linda í Kastljósinu.

Auknar faglegar kröfur

Í skýrslu RSK eru engar ábendingar gerðar við eftirlit Umhverfisstofnunar í starfsögu Sameinaðs Sílikons. Ýmsir punktar koma fram í skýrslunni sem vekja athygli. Þannig segir að í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu sé nú í vinnslu reglugerð um losun frá atvinnurekstri og umhverfiseftirlit, þar sem kveðið verði á um heimild Umhverfisstofnunar til að gera í starfsleyfum strangari kröfur til fyrirtækja í mengandi iðnaði ef um sérstakar aðstæður sé að ræða. Tryggja þurfi eins og frekast sé unnt að fyrirtæki sem óski eftir leyfi til mengandi starfsemi hafi tæknilega, faglega og fjárhagslega burði til að uppfylla skilyrði starfsleyfis. Ríkisendurskoðun telur einnig í ljósi rekstrarsögu og rekstrarloka kísilvers Sameinaðs Sílikons að það komi til greina að efla í framtíðinni umsagnar- og kynningarferli starfsleyfistillagna

Sjá skýrsluna hér