Opinn kynningarfundur verður haldinn í Hafnarborg kl. 16:30, fimmtudaginn 24. maí næstkomandi. Farið verður yfir athugasemdir sem borist hafa og hvernig Umhverfisstofnun bregst við þeim. Þá verður fjallað almennt um útgáfu starfsleyfa hjá Umhverfisstofnun og eftirlit með starfsemi sem haft getur í för með sér mengun.
Einnig verður opnað fyrir fyrirspurnir og umræður.
Umhverfisstofnun mun taka við athugasemdum sem kunna að berast vegna fundarefnisins til sunnudagsins 27. maí 2018.