Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Síðastliðin 3 ár hefur farið fram eftirlit með upplýsingagjöf, förgun og takmörkunum á efnainnihaldi á rafhlöðum, rafgeymum og raf- og rafeindatækjaúrgangi. Eins og sjá má hefur fjöldi þeirra vara sem skoðaðar eru aukist en um leið hefur dregið úr frávikum. Árið 2015 voru frávik/athugasemdir í 64% tilvika, árið 2016 var hlutfallið komið niður í 51% og árið 2017 í 29%. Niðurstöður eftirlitsins undanfarin ár eru því mjög jákvæðar og sýna að framleiðendur og innflytjendur eru að framfylgja betur ákvæðum reglugerðanna.

Eftirlit þetta byggir á lögum um meðhöndlun úrgangs nr. 55/2003, reglugerð nr. 1020/2011 um rafhlöður og rafgeyma og reglugerð nr. 442/2015 um raf- og rafeindatækjaúrgang. Markmið eftirlitsins er að hækka söfnunarhlutfall þessa úrgangs, fylgja eftir banni og takmörkunum á tilteknum efnum í rafhlöðum og rafgeymum og sjá til þess að upplýsingagjöf fyrirtækja til viðskiptavina sé fullnægjandi.

Áherslur eftirlits næstu þriggja ára verður að skoða söfnun og móttöku sveitarfélaga á úrganginum, fræða almenning um skynsamlega notkun raf- og rafeindatækja og eftirlit með framleiðendum þessara vara.