Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn um nýtt starfsleyfi fyrir Al Álvinnslu ehf. á Grundartanga (áður Kratus ehf.). Um er að ræða endurvinnslu á álgjalli með tvenns konar hætti, annars vegar með saltlausum feril og hins vegar með salti sem hjálparefni. Sótt er um leyfi fyrir móttöku og vinnslu á 10.000 tonnum af álgjalli ásamt 1.500 tonnum af álflökum frá álverum og 1.500 tonnum af brotaáli á ársgrundvelli. 
Unnið er úr umsókn og gerð starfsleyfistillögu. Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

 
Fylgigögn
Starfsleyfisumsókn
Deiliskipulagsuppdráttur vestursvæði Grundartanga br. ágúst 2012
Breyting á aðalskipulagi Hvalfjarðarsveitar 2008-2020
Breyting á deiliskipulagi: Klafastaðavegur 4, 2015
Ákvörðun um matsskyldu 2015
Matsskyldufyrirspurn 2015
Listi: Skil til alþjóðasamninga