Stök frétt

Endilega taktu þátt í umhverfisátaki með því að miðla upplýsingum.

 
Framkvæmdastjórn ESB hefur nú opnað fyrir samráð milli almennings og hagsmunaaðila og er tilgangurinn að meta hvaða árangri tilskipun um fráveitur (e. Urban Waste Water Treatment Directive) hefur skilað. Almenningur er sérstaklega hvattur til að taka þátt í samráðinu með virkri þátttöku. Hér er að finna hlekk á könnunina.

Þess má geta að reglugerð 798/1999 um fráveitur og skólp er sú reglugerð sem byggir á ofangreindri Evróputilskipun um fráveitur.

Leggjum okkar af mörkum, verum vakandi fyrir umhverfi okkar.

(Mynd Wikipedia)