Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur borist umsókn um breytingu á starfsleyfi ORF Líftækni hf. fyrir afmarkaða starfsemi með erfðabreyttar plöntur í starfsstöð rekstraraðila í Grænu Smiðjunni, Grindavík. Um er að ræða breytingu á aðferð förgunar lífræns úrgangs (plöntuleifa) þar sem sótt er um að úrgangur sé nýttur við moltugerð í stað þess að hann sé brenndur. Er þetta gert til að minnka kolefnisspor rekstrarins (lækka losun CO2).

Unnið er úr umsókn og verður kallað eftir umsögn frá ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur áður en starfsleyfi er breytt.

Þá sækir rekstraraðili einnig um samþykki Umhverfisstofnunar á breyttum starfsháttum við förgun úrgangs í leyfi starfseminnar í starfsstöðinni í Víkurhvarfi 7, Kópavogi. Unnið er að því samþykki samhliða breytingu á starfsleyfi.