Stök frétt

Umhverfisstofnun minnir á fund á morgun á Grand hótel, Reykjavík, þar sem farið verður yfir ástandið á ríflega 100 náttúruperlum innanlands samkvæmt nýju mati. Kynntar verða tillögur að úrbótum.

Fundurinn hefst klukkan 09 í fyrramálið með ávarpi umhverfis- og auðlindaráðherra. Hægt verður að fylgjast með í beinni útsendingu á youtube, https://youtu.be/DycovjmxBnY

 

Dagskrá:

9:00 – 9:10          Ávarp ráðherra                                                      

Guðmundur Ingi Guðbrandsson

 

9:10 – 9:25          Kynning á ástandsmatsverkfærinu                          

Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður, Umhverfisstofnun

 

9:25 – 9:55          Hvaða upplýsingar koma fram í ástandsmatsskýrslunni og rauði listinn                  

Ólafur A. Jónsson, sviðsstjóri Umhverfisstofnun

 

9:55 – 10:10          Ástandsmatsverkfærið í víðara samhengi           

Óskar Jósefsson,  framkvæmdarstjóri Stjórnstöð ferðamála

10:20       Fyrirspurnir

 

Fundarstjóri: Edda Kristín Eiríksdóttir, sérfræðingur Umhverfisstofnun.