Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur lokið úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda og rekstraraðila í staðbundinni starfsemi í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir – ETS fyrir árið 2019 í samræmi við 12.gr. laga um loftslagsmál nr. 70/2012.

Alls var úthlutað 1.306.149 losunarheimildum til rekstraraðila í staðbundinni starfsemi og 360.815 losunarheimildum til flugrekenda, alls 1.666.964 losunarheimildum (ein losunarheimild jafngildir einu tonni af CO2 ígildum).

Úthlutun til rekstraraðila byggir á reglugerð nr. 73/2013, um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til rekstraraðila í staðbundinni starfsemi í viðskiptakerfi ESB með, sem er í samræmi við ákvörðun framkvæmdastjórnar ESB 2011/278/ESB.

Úthlutun til flugrekenda byggir á reglugerð nr. 100/2016, um úthlutun endurgjaldslausra losunarheimilda til flugrekenda, en hefur verið minnkuð í samræmi við þrengingu á gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir að því er varðar flugstarfsemi[1], sem á sér stoð í V. ákvæði til bráðabirgða í lögum um loftslagsmál nr. 70/2012.

Frekari upplýsingar um úthlutun til einstakra flugrekenda og rekstaraðila má finna hér: http://ec.europa.eu/environment/ets/

 [1] Með þrengingu á gildissviði er átt við tímabundna breytingu á lögum þar sem einungis losun frá flugi innan EES fellur undir viðskiptakerfið. Þessi breyting verður næst endurskoðuð árið 2023.