Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun minnir veiðimenn sem voru með veiðikort 2018 á að skila veiðiskýrslu þess árs hafi þeir ekki þegar gert það.

Ef veiðiskýrslu er skilað eftir 1. apríl hækkar gjaldið fyrir veiðikortið um 1.500 kr.

Veiðikorthafi þarf að skila veiðiskýrslu þótt hann hafi ekkert veitt á tímabilinu og einnig þó hann hyggist ekki endurnýja veiðikortið.

Til að skila veiðiskýrslu er farið hér inn.