Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út nýtt starfsleyfi fyrir CRI hf. til að framleiða metanól úr allt að 16,5 tonnum á dag af koldíoxíði og framleiðslu á allt að 12 tonn af metanóli á dag með hjálp efnahvata og raforku og allt að 4.000 tonn af metanóli á ári, auk reksturs vetnisrafgreina, verkstæða og annarrar þjónustu fyrir starfsemina, svo sem rannsóknarstofu. 

Starfsleyfistillaga var auglýst opinberlega á tímabilinu 24. janúar til 22. febrúar 2019 og var gefinn kostur á að koma með skriflegar athugasemdir við tillöguna. Umsögn barst frá Slökkviliði Grindavíkur en það gerði ekki athugasemd við auglýsingu starfsleyfistillögunnar.

Starfsleyfi þetta er veitt samkvæmt ákvæðum reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit, sbr. lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.

Auglýsing þessi er birt á fréttasvæði Umhverfisstofnunar en auk þess í sérstökum dálki fyrir opinberar birtingar á starfsleyfum sem Umhverfisstofnun gefur út.

Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl:
Starfsleyfi CRI hf.
ISOR skýrsla nr. 18025
ISOR skýrsla nr. 15037
Deiliskipulag
Matsskýrsla
Álit Skipulagsstofnunar