Stök frétt

Föstudaginn 5. apríl, á morgun, hefjast framkvæmdir við Þjóðgarðsmiðstöð á Hellissandi. Fyrsti áfangi framkvæmda er jarðvegsvinna. Grunnur hússins hefur þegar verið mældur.

Vegna tímamótanna mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, heimsækja framkvæmdastað á morgun klukkan 14:45, skoða aðstæður og spjalla við heimamenn og gesti. 

Jón Björnsson þjóðgarðsvörður sem starfar hjá Umhverfisstofnun tekur á móti gestum. Boðið verður upp á kaffi og kleinur í Sjóminjasafninu á Hellissandi til að fagna upphafi þessa merka áfanga.

Myndin er tekin árið 2016 þegar Sigrún Magnúsdóttir, þáverandi umhverfisráðherra, tók fyrstu skóflustungu að Þjóðgarðsmiðstöðinni á Hellissandi.