Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur unnið  landsáætlun um eftirlit með atvinnustarfsemi þar sem lagðar eru áherslur í eftirliti með hollustuháttum og mengunarvörnum.

Þá hefur stofnunin gert eftirlitsáætlun um reglubundið eftirlit Umhverfisstofnunar árið 2019.

Markmiðið með landsáætlun er að auka samræmingu eftirlits á landinu öllu og ná fram sífellt meiri fylgni við reglur um mengunarvarnir og hollustuhætti. Með landsáætlun er verið að innleiða áhættumat sem meginreglu í eftirliti.

„Áhættumat í eftirliti þýðir að við beinum kröftunum að þeirri starfsemi þar sem hvað mest áhætta er fyrir hendi fyrir umhverfi og heilsu almennings,“ segir Halla Einarsdóttir, teymisstjóri í teymi mengunareftirlits hjá Umhverfisstofnun.

Á næstu árum verður áhættumatið þróað áfram og uppfært með hliðsjón af reynslu af viðmiðunum og árangri. Sjá nánar hér.