Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Það er ánægjulegt að segja frá því að í byrjun maí undirritaði umhverfis- og auðlindaráðherra þrjár stjórnunar- og verndaráætlanir, Andakíl, Ingólfshöfða og Skógafoss.

Stjórnunar- og verndaráætlanir eru stefnumótandi skjöl, unnar í samvinnu við rétthafa lands, sveitarfélög og hagsmunaaðila.

Þær eru hugsaðar sem stjórntæki til að móta framtíðarsýn og leggja fram stefnu um verndun friðlýstra svæða og hvernig viðhalda skuli verndargildi þeirra til framtíðar.

Áætlanirnar gilda til ársins 2028 og er þeim skipt í fjóra kafla. Fyrstu tveir innihalda bakgrunnsupplýsingar um svæðin, í þriðja kafla er að finna stefnumótun og markmið og

í fjórða kafla er að finna þær sérreglur sem gilda.

Aðgerðaáætlun fylgir hverri og einni áætlun sem gildir til fimm ára.

Að fimm árum liðnum skal meta árangur verndarráðstafana og endurskoða og uppfæra aðgerðaáætlun.

Sigrún Ágústsdóttir, sviðstjóri hjá Umhverfisstofnun, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis – og auðlindaráðherra, skrifa undir Andakíl á opnunarhátíð gestastofunnar á Hvanneyri, Guðbjörg Gunnarsdóttir, sérfræðingur á Umhverfisstofnun stendur til hliðar.

Sjá áætlanirnar hér:

Andakíll

Ingólfshöfði

Skógafoss