Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi fyrir tilraunaeldisstöð Hafrannsóknarstofnunar að Stað í Grindavík. Starfsleyfið veitir Hafrannsóknarstofnun heimild fyrir landeldi á sjávar- og ferskvatnslífverum allt að 50 tonnum.

Starfsleyfið byggir á skilyrðum á grundvelli reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnaeftirlit sem sett er með stoð í 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998. Starfsleyfi Umhverfisstofnunar tekur á mengunarþætti eldisins og gerir ítarlegar kröfur um takmörkun á mengun, eftirlit og mælingar á starfstíma.

Umhverfisstofnun auglýsti opinberlega tillögu að starfsleyfinu á vefsíðu stofnunarinnar þann 5. apríl til og með 6.maí 2019. Engin umsögn barst á auglýsingatíma. Greinargerð um vinnslu leyfisins fylgir í greinargerð með leyfinu.
Auglýsing þessi er birt á fréttasvæði Umhverfisstofnunar en auk þess í sérstökum dálki fyrir opinberar birtingar á starfsleyfum sem stofnunin gefur út. 
Ákvörðun Umhverfisstofnunar um útgáfu starfsleyfis er kæranleg til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála innan eins mánaðar frá birtingu ákvörðunar Umhverfisstofnunar skv. 65. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 4. gr. laga nr. 130/2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála.

Tengd skjöl:
Ákvörðun um útgáfu, starfsleyfi og greinargerð
Skipulagsstofnun - Ákvörðun um matsskyldu
Umsókn um starfsleyfi