Stök frétt

Verið velkomin á samstarfsviðburð Umhverfisstofnunar og Veitna til að fræðast um hvað má ALLS EKKI fara í klósettið á Hátíð hafsins að Grandagarði 27 dagana 1. og 2. júní á milli kl. 12.00 og 17.00.

Hægt verður að fræðast um hvernig við höldum sjónum okkar hreinum, skoða fituhlunk og sjá furðulega hluti sem hafa óvart ratað í klósettið.

Gestir geta einnig unnið ferð fyrir alla fjölskylduna í hvalaskoðun og á hvalasýninguna með því að taka þátt í skemmtilegri getraun. Hlökkum til að sjá ykkur! http://hatidhafsins.is/