Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun, í samvinnu við Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis, hefur sett upp svifryksmæli í Mosfellsbæ.

Mælingar á svifryki hafa ekki áður verið gerðar í bænum. Mælirinn er staðsettur við Brúarland og hægt er að sjá niðurstöður mælinga á slóðinni loftgæði.is.

Mælirinn er ein af færanlegu mælistöðvum Umhverfisstofnunar og munu mælingar við Brúarland standa yfir í að minnsta kosti ár.