Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Umhverfisstofnun óskar eftir tilnefningum til Bláskeljarinnar, viðurkenningar  umhverfis- og auðlindaráðuneytisins fyrir plastlausar lausnir.

Tekið er við tilnefningum til 1. júlí 2019 á ust@ust.is. Sjá nánar hér: Bláskelin.

Bláskelina hlýtur það fyrirtæki, stofnun, félagasamtök eða einstaklingur sem í sínu starfi og með góðu fordæmi hefur stuðlað að minni notkun á plasti.

Bláskelin er dýrmæt auðlind – viðurkenning í nafni hennar er staðfesting á mikilvægu starfi sem verndar það sem okkur er kært.