Umhverfistofnun - Logo

Stök frétt

Alþjóðadagur landvarða verður haldinn hátíðlegur um allan heim á morgun, 31. júlí og verða fræðslugöngur víða um landið undir stjórn landvarða. Aðgangur er ókeypis og er almenningur hvattur að taka þátt og njóta einstæðrar náttúru Íslands. Landverðir Umhverfisstofnunar munu standa fyrir fræðslugöngum á eftirtöldum stöðum:

 • Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull
  Ganga á Djúpalónsandi. Lagt af stað frá bílastæðinu við Djúpalónsand kl. 11:00 og tekur gangan um 1,5 klst. Nánari upplýsingar í síma 436-6888.
 • Friðland að Fjallabaki
  Lagt af stað frá upplýsingabás í Landmannalaugum. Landverðir  munu bjóða gestum í göngu um Laugahraun í Landmannalaugum og fræða þá um störf landvarða og náttúru og sögu friðlandsins. Gangan byrjar kl. 14:00 og tekur um 2,5 klst. og er miðlung létt. Nánari upplýsingar í síma 822-4083.
 • Friðlandið Vatnsfirði, Vesturbyggð
  Fetað í fótspor Flóka Vilgerðarsonar og gengið upp á Lónfell. Lagt af stað frá Flókatóftum við höfnina á Brjánslæk kl. 13:00 og tekur gangan um 4. klst. Gangan er meðal erfið, hækkun um 300 metrar, nokkuð stórgrýtt á köflum og mikilvægt að vera í góðum skóm. Nánari upplýsingar í síma 837-7011.
 • Fjaðrárgljúfur,Skaftárhreppi
  Landverðir Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs bjóða í göngu um brúnir Fjaðrárgljúfur. Lagt af stað frá efra bílastæði við veg F206 kl. 12:00. Gangan er létt og tekur um 1 klst. Nánari upplýsingar í síma 822-4084.
 • Dyrhólaey í Mýrdalshreppi

  Auðveld ganga, hefst klukkan 14:00 á bílastæðinu á Lágey og tekur um 1 klukkustund. Landvörður mun segja frá fuglum og fiskum. Nánari upplýsingar í síma 8224088.

 • Verndarsvæði Mývatns og Laxá
  Gengið verður frá útsýnispalli við Kálfastrandarstrípa austur fyrir Birtingatjörn og þaðan hring um Klasa. Gangan hefst kl. 20:00 og gengið verður um 4 km sem tekur um 2 klst.  Nánari upplýsingar í síma 464-4460.
 • Þjórsárdalur
  Fræðsluganga í Gjána – Hvað vex undir birkinu. Gengið inn Gjána vestanmegin Rauðár. Gangan hefst við áningasvæðið við göngustíginn upp að Stöng kl. 13:00 og tekur um 1 klst. Létt ganga fyrir alla fjölskylduna. Nánari upplýsingar í síma 822-4034.
 • Hrauneyjar Rangárþingi Ytra
  Landverðir Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs bjóða gestum velkomna á sýningu í Hrauneyjum þar sem hægt er að fá allar upplýsingar um náttúruverndarsvæði á miðhálendinu. Einnig ætla landverðir að bjóða heim í Ferjukot, skála landvarða í Haldi milli kl. 14:00 og 16:00 þar sem boðið verður upp á kaffi og kleinur. Nánari upplýsingar í síma 842-4376.

 

Dagurinn er haldinn hátíðlegur ár hvert til að styðja við ómetanleg störf landvarða við að vernda villta náttúru og dýralíf sem á undir höggi að sækja alstaðar í heiminum.

Á Íslandi starfa landverðir á náttúruverndarsvæðum og hefur þeim fjölgað á undanförnum árum samhliða fjölgun ferðamanna og svæða sem hafa verið friðlýst. Í ár starfa hjá Umhverfisstofnun rúmlega 40 landverðir frá vori fram á haust. Landverðir standa fyrst of fremst vörð um náttúru landsins en einni fræða og upplýsa fólk um hvernig eigi að njóta gæða móður náttúru án þess að raska auðlindum hennar svo næstu kynslóðir fái einnig notið þess.